Íslenski fáninn Enski fáninn

Sími 898 8300
skidaskalinnhveradolum@gmail.com

Undirsíðubanner

Skíðaskálinn í Hveradölum tekur 350 manns í sæti í fjórum misstórum sölum. Skálinn er frábær staður til að halda veislur. Í Skíðaskálanum er rekin alhliða veisluþjónusta með fjölbreytta matseðla og frábæra aðstöðu fyrir smærri og stærri hópa. Við höfum áratuga reynslu í veisluþjónustu og matreiðslu.

Síðaskálinn býður uppá alþjóðlega matreiðslu ásamt því að leggja ríka áherslu á íslenska og þjóðlega rétti. Hertogahlaðborð og sjávarréttahlaðborð Skíðaskálans hafa notið mikilla vinsælda og eftirréttaseðillinn svíkur engann. Og að sjálfsögðu minnum við á okkar landsfrægu kaffihlaðborð á sunnudögum yfir sumartímann.

Matreiðslumeistarar okkar aðstoða þig við val á matseðli hvort sem um er að ræða hátíðarmatseðil eða pinnamat fyrir stærri sem smærri veislur. Við erum sérlega stolt af vínlistanum okkar sem er sérvalinn af fagmönnum okkar.

Skíðaskálinn í Hveradölum er frábær staður til að njóta félagskapar í fallegu umhverfi. Umhverfi Skíðaskálans býður einnig uppá fjölbreytta möguleika með skemmtilegar gönguleiðir, hverasvæði og Hellisheiðarvirkjun á næstu grösum. Skíðaskálinn er staðsettur í sannkallaðri náttúruparadís í faðmi fjalla.

Brúðkaup

Fermingar

Árshátíðir

Afmæli

Ættarmót

Jólahlaðborð

Útskrift

Þorrablót

ErfidrykkjaVeislur og veitingar skíðaskálans takki

Veislusalir